Upplýsingar um ferðatilhögun til Eyja

HaukarHér eru nokkur atriði sem ber að hafa í huga varðandi ferðina til Eyja í dag:

  1. Rútan fer frá Ásvöllum kl. 16:00 en ekki 16:15 eins og áður var auglýst.
    Skráning í rútu hjá Disu á innkaup@haukar.is  og síma 525 8700 og hægt að kaupa hjá henni. Rúta báðar leiðir aðeins kr. 2.500.
  2. Herjólfur fer frá Landeyjarhöfn kl. 18:40 og mikilvægt að fólk sé búið að kaupa miða í bátinn á netinu til að forðast raðir við miðasölu í Landeyjarhöfn.
  3. Báturinn fer strax til baka að leik loknum og mikilvægt að fólk drífi sig í bátinn að leik loknum en brottför frá Eyjum er kl. 21:30.
  4. Fyrir þá sem ekki komast með til Eyja þá verður leikurinn sýndur á breiðtjaldi á 2. hæð á Ásvöllum.

Áfram Haukar!