Næstkomandi föstudag, 23. september, verður haldin leikmannakynning á Ásvöllum hjá meistaraflokkum karla og kvenna í handboltanum.
Miðaverð er kr. 1.000 og innifalið í því er matur. Veitingar verða svo til sölu á Bjössabar. Húsið opnar kl. 19.30 en maturinn hefst stundvíslega
kl. 20.00.
Þetta er upphitun fyrir komandi átök en Íslandsmótið er á næsta leiti. Fyrsti leikur strákanna er útileikur gegn HK mánudaginn 26. september
kl. 19.30 en stelpurnar byrja 1. október á útileik gegn FH sem hefst kl. 16.00 í Kaplakrika.
Allir að mæta og komast í rétta gírinn fyrir veturinn.
Áfram Haukar!