Meistaraflokkur karla vinn sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Iceland Express-deildinni þegar þeir lögðu Fjölni að velli 78-73 í kvöld.
Það var fjögurra stiga leikur í boði á Ásvöllum í kvöld og strákarnir sýndu það að þegar allt er undir þá geta þeir klárað leiki.
Í alveg hörkuleik þá vannst sigur á sterku Fjölnisliði en Haukar sýndu mikinn karakter í lokin til að klára leikinn. Vítanýtingin var ekkert sérstök í leiknum en á lokasekundum fóru vítin ofaní sem skiptu máli.
Fjölnismenn voru sterkari í fyrsta leikhluta en í þeim öðrum þá komust Haukar yfir og leiddu með einu stig 38-37 í hálfleik. Í síðari hálfleik var allt í járnum allan tímann. Menn börðust af krafti en fimm leikmenn fóru út af með fimm villur í kvöld. Þrír úr Haukum og tveir úr Fjölni.
Í lokin voru það Haukar sem voru sterkari og unnu mikilvægan sigur.
Stigahæstur hjá Haukum var Christopher Smith með 24 stig en næstur honum var Emil Barja með 14.
Frábær sigur í kvöld og strákarnir vonandi komnir á sigurgöngu.
Áfram Haukar!!!
Umfjöllun um leikinn á Karfan.is