Unnur Lára Ásgeirsdóttir úr Snæfelli hefur ákveðið að ganga til liðs við Hauka fyrir næsta tímabil. Unnur Lára er tvítug og var einn af lykilleikmönnum í efnilegur liði Snæfells sl. tímabil. Hún er kröftugur framherji og mun án efa styrkja efnilegan hóp Haukakvenna næsta vetur. Unnur er önnur Snæfellskvenna sem gengur til liðs við Hauka en áður hafði Gunnhildur Gunnarsdóttir tilkynnt félagsskipti yfir í Hauka.
„Ég er mjög sáttur við að fá þessar stelpur til mín, þetta eru duglegir leikmenn og eiga örugglega eftir að setja mark sitt á Haukaliðið á næsta ári og vonandi hjálpa Haukum að ná langt á næstu árum,” sagði Henning Henningsson þjálfari Haukaliðsins þegar heimasíðan heyrði í honum.
„Við höfum fyrir mjög sterkan og efnilegan kjarna leikmanna sem lýsir sér best í íslandsmeistaratitli Hauka bæði í stúlkna- og unglingaflokki kvenna þannig að framtíðin er björt á Ásvöllum. Það kemur þar af leiðandi ekki á óvart að þessar stelpur hafi áhuga á að ganga í Hauka og fögnum við því auðvitað,” bætti Henning við sáttur með þær viðbætur sem hafa orðið á Haukaliðinu á síðustu vikum.
Við bjóðum Unni Láru hjartanlega velkomna í Haukafjölskylduna