Næstu þrjá fimmtudaga mun unglingaráð handknattleiksdeildar selja keppnisbúninga fyrir iðkendur. Búningarnir verða til sölu á Ásvöllum og verður opið frá klukkan 18:00 til 21:00.
Búningarnir kosta 8.000 krónur og hægt verður að borga með peningum og kreditkortum. Við minnum fólk á að búið er að taka hraðbankann á Ásvöllum.
Opið verður eftirfarandi fimmtudaga: 16. október, 23. október og 30. október.