Unglingflokkur karla keppir við KR í dag í deildinni og hefst leikurinn kl. 17:00 á Ásvöllum.
Unglingaflokkur hefur verið á fínu róli í vetur og sitja í 3. sæti deildarinnar með 8 stig og geta skriðið nær toppinum með sigri í dag en Keflavík er í 1. sæti með 12 stig.
Haukaliðið tapaði síðustu helgi fyrir KFÍ á Ísafirði með minnsta mun 90-89 í hörkuleik og ljóst að þeir ætla ekki að láta ósigurinn sitja í sér mikið lengur.
Mynd: Helgi Einarsson hefur verið drjúgur fyrir unglingaflokk í vetur – stefan@haukar.is