Unglingaflokkur karla hefur farið ágætlega af stað það sem af er vetri. Þeir töpuðu fyrsta leik sýnum gegn Njarðvík á heimavelli, sem var allt annað en gott, en bættu fyrir það með sigri á Breiðablik á laugardaginn síðastliðinn.
Haukar hófu titilvörnina á Ásvöllum gegn Njarðvík fyrir skemmstu. Pjakkarnir sem léku án lykilmannanna Arnar Sigurðarsonar og Hauks Óskarssonar byrjuðu leikinn ágætlega og náðu upp ágætis forskoti. Njarðvík vann upp forskot Hauka og unnu að lokum 10 stiga sigur, 62-72.
Á laugardaginn síðastliðinn heimsóttu þeir Breiðablik í Smárann. Leikurinn varð hin besta skemmtun og þræl spennandi og að lokum vannst leikurinn með fimm stigum 76-81. Leikurinn var í járnum allan tíman, en höfðu okkar strákar betur í lokinn.
Strákunum í Unglingaflokki lýst mjög vel á þetta tímabil og eru þeir staðráðnir í því að verja Íslandsmeistaratitilinn.
Næsti leikur hjá þeim er laugardaginn 23.október kl.16:00 á Ásvöllum þar sem þeir taka á móti Keflavík.