Að undanförnum árum hafa Haukar lagt mikið í barna- og unglingastarf og sást árangur þess vel á síðasta sumri. Nokkrir 15-16 ára leikmenn fengu að spreyta sig með meistarflokki karla í knattspyrnu og sumir unnu sér fast sæti í liðinu. Það er því óhætt að segja að framtíðin sé björt.
Mikil áhersla hefur verið lögð á að halda í þessa leikmenn og því frábært að allir þessir ungu leikmenn hafa ákveðið að framlengja samninga sína við félagið. Undirritaðir hafa verið 3ja ára samningar við þá Aron Jóhannsson Pétursson, Alexander Sindrason, Björgvin Stefánsson, Gunnlaug Fannar Guðmundsson, Magnús Þór Gunnarsson, Marteinn Gauta Andrason og Stefni Stefánsson. Ljóst er að þessir leikmenn eiga eftir að láta að sér kveða í nánustu framtíð og mikil ánægja innan knattspyrnudeildar að hafa framlengt samninga við ofangreinda leikmenn.
Með Haukakveðju,
Jón Björn Skúlason, formaður knattspyrnudeildar.