Ungir fótboltamenn úr Haukum á landsliðsæfingar

Að komast á landsliðsæfingar er mikill áfangiMikið og gott starf er unnið í yngri flokkum Hauka í knattspyrnu og má meðal annars sjá ávöxt þess starfs þegar valið er í yngri landsliðsúrtök. Um síðustu helgi æfðu þeir Alexander Helgason, Grétar Snær Gunnarsson og Hrannar Björnsson allir með U17 ára landsliði karla ásamt því að Daði Snær Ingason æfði með U16 ára landsliðinu. Nú um helgina hefur svo Hildur Kristín Kristjánsdóttir verið valin til æfinga hjá U17 ára landsliði kvenna.

Við óskum þessum krökkum til hamingju með þennan heiður að komast til æfinga meðal hinnar bestu á landinu og óskum þeim að sjálfsögðu áframhaldandi velfarnaðar á þessum vettvangi. Félagið er stolt af þessum krökkum eins og reyndar öllum iðkendum sínum!