Undirritun samnings um hönnun knatthúss Hauka á Ásvöllum.

Í gær, föstudaginn 15. október, var undirritaður samningur um hönnun knatthúss Hauka. Það er mikið fagnaðarefni, eftir langt og strangt ferli við útboð á hönnun knatthússins, að nú sé gengið frá formlegum samningi um hönnun hússins. ASK arkitektar voru valdir til verksins og er gert ráð fyrir að heildarhönnun knatthússins verði lokið í byrjun næsta árs. Á meðfylgjandi mynd má sjá Helga Má Halldórsson frá ASK arkitektum og Sigurð Haraldsson frá Hafnarfjarðarbæ undirrita samninginn. Kristinn Andersen, forseti bæjarstjórnar, og  Magnús Gunnarsson, formaður Hauka, fagna áfanganum.