Undanúrslit hjá stelpunum hefjast í kvöld

audurFyrsti leikur hjá stelpunum í undanúrslitum Dominos deildar fer fram í kvöld kl. 19:15 í Keflavík.

Haukar og Keflavík hafa mæst fjórum sinnum í vetur og hafa skipt sigrunum jafnt á milli sín, bæði lið hafa unnið báða sína heimaleiki, en Keflavík endaði í öðru sæti í deildinni en Haukar í því þriðja. það er því ljóst að um hörku viðureign verður að ræða.

Hauka stelpurnar hafa verið að spila vel í síðustu leikjum og koma vel undirbúnar til leiks og ætla að selja sig dýrt. Í fyrra höfðu Haukarnir sópinn á lofti og unnu Keflavík 3-0 og því má búast við Keflvíkingum dýrvitlausum.

við hvetjum Hauka fólk til að gera sér ferð suður með sjó og hvetja stelpurnar til sigurs og ná með því stóru skrefi í átt að úrslitum.