Um helgina

Við minnum á að á sunnudaginn fer fram leikur Hauka og Fram í DHL deild karla klukkan 16:00 á Ásvöllum.

Liðin hafa mæst einu sinni í vetur og höfðu þá okkar menn betur 30-29 í Safamýrinni.

Fjölmennum á Ásvelli á sunnudaginn og hvetjum strákana okkar til sigurs.

ÁFRAM HAUKAR!!

Um helgina

Um helgina verður nóg um að vera hjá okkur Haukafólki.

Í kvöld eiga seinni lið unglingaflokkanna okkar bæði leiki. Haukar 2 í unglingaflokki karla tekur á móti KA á Strandgötu klukkan 21:00 í SS bikarnum og Haukar 2 í unglingaflokki kvenna tekur á móti Gróttu 2 á sama tíma á Ásvöllum í deildinni.

Laugardagurinn hefst með því að 4.flokkur kvenna B lið tekur á móti Selfossi í bikarkeppni HSÍ klukkan 12:00 á Strandgötu. Klukkan 14:15 mætir meistaraflokkur kvenna grönnum okkar úr FH og klukkan 16:15 eru það strákarnir okkar sem taka á móti Val. Þá verður dagurinn ekki búinn því klukkan 18:15 eru tveir leikir á Ásvöllum, Haukar – Völsungur í 4.flokki karla B liðum og Haukar 2 – Þór Ak. í unglingaflokki karla.

Á sunnudaginn heldur veislan áfram. Klukkan leikur B lið 4.flokks kvenna á Ásvöllum gegn Gróttu og hefst leikurinn klukkan 16:00. Klukkan 20:00 er svo leikur hjá Haukum 2 í meistaraflokki kvenna þegar þær mæta Fram í 2. deild kvenna.

Um helgina

Um helgina verður mikið um að vera á Ásvöllum í Hafnarfirði. Fimm handboltaleikir fara þá fram, þarf af tveir Evrópuleikir kvenna.
Á föstudag klukkan 19:30 og sunnudag klukkan 16:00 mætir meistaraflokkur kvenna liði Cornexi Alcoa frá Ungverjalandi. Liðið er eitt af bestu liðum Evrópu. Liðið komst í undanúrslit EHF keppninnar í fyrra og féll þar út gegn Podvarka Vegeta, sem er sama lið og Haukastelpur féllu út gegn. Podvarka hafnaði svo í öðru sæti keppninnar eftir tap gegn FTC Budapest.
Á föstudaginn leikur einnig U lið Hauka í 1.deild karla gegn liði Hattar klukkan 21:30.

Á sunnudaginn hefst eins og áður segir dagurinn klukkan 16:00 með Evrópuleik stelpnanna. Klukkan 18:00 hefst svo leikur Hauka og Akureyrar í úrvalsdeild karla. Kvöldinu lýkur svo með Hafnarfjarðarslag þegar Haukar U taka á móti liði FH klukkan 20:00.

Miðaverð mun vera 1.000 krónur fyrir fullorðna og 300 krónur fyrir börn og gildir miðinn á alla leiki helgarinnar. Sannkallað gjafaverð!!