Um helgina verður nóg um að vera hjá okkur Haukafólki.
Í kvöld eiga seinni lið unglingaflokkanna okkar bæði leiki. Haukar 2 í unglingaflokki karla tekur á móti KA á Strandgötu klukkan 21:00 í SS bikarnum og Haukar 2 í unglingaflokki kvenna tekur á móti Gróttu 2 á sama tíma á Ásvöllum í deildinni.
Laugardagurinn hefst með því að 4.flokkur kvenna B lið tekur á móti Selfossi í bikarkeppni HSÍ klukkan 12:00 á Strandgötu. Klukkan 14:15 mætir meistaraflokkur kvenna grönnum okkar úr FH og klukkan 16:15 eru það strákarnir okkar sem taka á móti Val. Þá verður dagurinn ekki búinn því klukkan 18:15 eru tveir leikir á Ásvöllum, Haukar – Völsungur í 4.flokki karla B liðum og Haukar 2 – Þór Ak. í unglingaflokki karla.
Á sunnudaginn heldur veislan áfram. Klukkan leikur B lið 4.flokks kvenna á Ásvöllum gegn Gróttu og hefst leikurinn klukkan 16:00. Klukkan 20:00 er svo leikur hjá Haukum 2 í meistaraflokki kvenna þegar þær mæta Fram í 2. deild kvenna.