Það verður bullandi veisla í kvöld þegar bæði lið körfuknattleiksdeildar leika í Domino’s deildinni.
Stelpurnar ríða á vaðið og hefja leik kl. 18:00 gegn Hamri. Staða liðanna í deildinni er afar ólík en Haukar hafa sigrað alla sína leiki á meðan Hamar hefur tapað öllum sínum. Haukaliðið er liðið til að vinna og Hamarsstúlkur freista þess að vera fyrsta liðið sem gerir það. Á hinn bóginn ætla Haukastúlkur að fara taplausar í gegn um veturinn og því ljóst að þær gefa allt í sölurnar.
Hinn leikurinn hefst kl. 20:00 þegar FSu kemur í heimsókn og leikur gegn sprækum Haukapjökkum. FSu hefur enn ekki sigrað leik í deildinni, þó þeir hafi verið ansi nálægt því oft á tíðum, og Haukadrengir ætla ekki að gefa FSu sinn fyrsta sigur á Ásvöllum. Það verður því hart barist.
Það er því nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna á Ásvöllum í kvöld og mikið stuð.
Á milli leikja er hægt að h0rfa á beina útsendingu af leik Hattar – KR á stöð2 sport og fá sér hammara og ræða málin.
Áfram Haukar.