Mfl. karla í körfu sigraði í fyrsta heimaleik tímabilsins 2013-2014. Þetta var annar leikurinn í lengjubikarnum og hafa þeir báðir unnist og eru því efstir í B-riðlinum, með tvo leiki og tvo sigra.
Leikurinn í gær var nokkuð vel leikinn af hálfu Haukamanna og sáust nokkur glæsileg tilþrif á vellinum. Það sást samt að aðeins vantaði að halda áfram góðu köflunum er liðið spilaði mjög vel saman, þar sem jafnræði var á milli skota utan teigs og innan teigs. Leikurinn lofar góðu fyrir framhaldið og var gaman að sjá ungu strákana, nýliðana, koma mjög vel inn af bekknum.
Næsti leikur verður í Njarðvík á fimmtudaginn 12. sept. í Njarðvík og hvetjum við Haukafólk til að mæta og hvetja strákana til sigurs. Njarðvíkingar eru búnir að spila einn leik, á móti Þór Þ. á útivelli og unnu þeir þann leik nokkuð örugglega.