Tveir leikmenn skrifuðu undir samning hjá Haukum

Haukar Í síðustu viku skrifuðu tveir leikmenn undir nýjan samning við hkd. Hauka. Hkd. Um er að ræða Elías Már Halldórsson sem kom til liðsins á miðju keppnistímabilinu 2007/2008 og Jónatan Jónsson sem er uppalinn hjá Haukum en var lánaður til FH á síðasta tímabili (2008/2009).

Þar áður höfðu tveir leikmenn gengið til liðs við Hauka, þeir Guðmundur Árni Ólafsson frá Selfossi sem og Björgvin Hólmgeirsson frá Stjörnunni. Við bjóðum þeim hjartanlega velkomin í Haukafjölskylduna.

Fréttatilkynning frá hkd. Hauka:

Elías Már Halldórsson áfram hjá Haukum

Elías Már Halldórsson hefur gert nýjan tveggja ára samning við íslandsmeistara Hauka. Elías hefur leikið veigamikið hlutverk hjá íslandsmeisturunum síðustu tvö ár. Elías sem er örvhentur leikmaður er fyrst og fremst ætlað að leysa stöðu hægri skyttu hjá liðinu. Hann gerði það seinni hluta síðasta leiktímabils með góðum árangri.

 

Jónatan Jónsson aftur til Hauka

Haukar lánuðu á síðustu leiktíð línumanninn Jónatan Jónsson til FH. Jónatan hefur gert þriggja ára samning við Haukana og á hann ásamt Pétri Pálssyni og unglingalandsliðsmanninum Heimi Óla Heimissyni að fylla skarð Kára Kristjáns Kristjánssonar sem er á leið til Amicitia Zurich.