Tveir leikmenn Hauka á úrtaksæfingar

HaukarÍ dag var birtur listi yfir þá leikmenn sem boðaðir hafa verið á úrtaksæfingar í U-17 og U-19 ára landsliðum Íslands.

Haukar eiga einn leikmann í hvor hópnum. Alexander Freyr Sindrason í U-17 og Ísak Örn Einarsson í U-19.

U-17 ára hópurinn saman stendur af 36 leikmönnum frá 21 liði á landinu. Í U-19 ára hópnum eru hinsvegar einunigs 29 leikmenn frá 17 liðum.

Báðar hópar æfa um næstu helgi í Kórnum og í Egilshöll. Hægt er að sjá hópana með því að smella á þá hér, U-17 og U-19.

 Við óskum strákunum til hamingju með það að vera valin í úrtakshópinn og munum að Haukar eigi eftir að eiga fleiri leikmenn í þeim á næstu mánuðum.