Tveir leikir hjá mfl. í knattspyrnu á laugardaginn

Sigurbjörn er þjálfari mfl. kk.Stór dagur verður á afmælisdegi Hauka þann 12. apríl því báðir meistaraflokkar félagsins eiga heimaleik þennan dag.

Meistaraflokkur kvenna byrjar að spila kl. 13:30 og svo strax á eftir á meistaraflokkur karla leik við ÍBV og hefst sá leikur kl. 15:30.

Haukar halda daginn hátíðlegan að venju og er boðið uppá kaffi í anddyri íþróttahússins og því kjörið tækifæri til að mæta og styðja okkar lið áfram í baráttunni og fá sér kaffi og með því í leiðinni. Þetta er líka kjörið tækifæri til að sjá liðin því nú styttist í fyrsta leik hjá báðum liðum í Íslandsmótinu.

Fyrr um daginn, kl. 10:00, mun 3. flokkur kvenna spila við ÍBV og auðvitað hvetjum við alla til að mæta á þann leik líka.

Áfram Haukar.