Tveir leikir í dag

Við viljum minna fólk á leikina sem fara fram á Ásvöllum í dag.

Fyrst leika strákarnir okkar klukkan 14:00 gegn KS/Leiftri.

Svo klukkan 16:30 verður Hafnarfjarðarslagur í 1.deild kvenna þegar stelpurnar okkar taka á móti FH. En þetta er síðasti leikur stelpnanna í sumar. Haukastelpurnar eru í 4.sæti með 12 stig en FH eru í neðsta sæti með 9 stig og geta því náð stelpunum með sigri í dag. Það verður því athyglisverður leikur.

Við hvetjum alla til að kíkja á Ásvelli í dag og hvetja bæði liðin áfram.

Haukar – KS/Leiftur – 14:00, Ásvöllum í dag
Haukar – FH – 16:30, Ásvöllum í dag

Tveir leikir í dag!

Í dag verða tveir leikir hjá meistaraflokki .

Fyrri leikurinn er klukkan 18:30 á Strandgötu þegar Haukar U mætir Gróttu í 1.deildinni. Haukar U eru með 2 stig eftir 11 leiki og eru einir á botni deildarinnar. Grótta eru hinsvegar með 7 stig. Grótta sigruðu fyrri leik liðanna með 4 mörkum , 25-21. Hauka strákarnir unnu sinn fyrsta leik í deildinni í síðustu umferð er þeir lögðu lið Þróttar nokkuð örugglega. Það má því búast við hörkuleik á Strandgötu á eftir !

Seinni leikurinn er svo í N1-deild kvenna á Ásvöllum þegar Fylkisstelpur heimsækja okkar stelpur. Leikurinn hefst kl. 20:30. Stelpurnar okkar eru í 5.sæti, 9 stigum á eftir efsta liðinu, Fram. Fylkisstelpur eru í 6.sæti með 8 stig. Fyrri leikur liðanna endaði með 6 marka sigri Hauka 24-18. Hauka stelpur gerðu jafntefli í síðasta leik gegn HK, en Fylkir töpuðu síðasta leik gegn Fram 22-11.

Við hvetjum allt Haukafólk að styðja okkar lið til sigurs!

ÁFRAM HAUKAR!

    – Arnar Daði Arnarsson skrifar.