Tveir leikir á Ásvöllum í kvöld

HaukarÞað verður nóg að gera á Ásvöllum í kvöld en þar verða leiknir tveir leikir í meistaraflokki karla í handbolta.

Veislan hefst á leik Hauka og HK í N1-deild karla en leikurinn hefst klukkan 19:00 um er að ræða stórleik því bæði lið þurfa á báðum stigunum sem í boði eru að halda. Sigri Haukar ná þeir HK á stigum og eru komnir í topp slaginn á nýju en með HK sigri dragast Haukar enn lengra frá baráttunni um deildarbikarinn. Því má samt ekki gleyma að Haukar eiga einn leik til góða á flest öll liðin í deildinni.

Að þessum leik loknum leikur síðan Haukar U gegn ÍR í 1.deild karla en ÍR er sem stendur í 2.sæti 1.deildarinnar. U-lið okkar Haukamanna hefur staðið sem gríðarlega vel í 1.deildinni í vetur og eru einungis fjórum stigum á eftir ÍR og með sigri í kvöld getur því allt gerst. Strákarnir stóðu lengi vel í topp liði deildarinnar Gróttu í síðustu umferð og voru meiri segja yfir í hálfleik 14-13. Leikur Hauka U og ÍR hefst klukkan 21:00.

 

Við hvetjum Haukafólk til að fjölmenna á báða leikina en frítt er á seinni leikinn.

 

Haukar – HK N1-deild karla klukkan 19:00

Haukar U – ÍR 1.deild karla klukkan 21:00