Tveir bikarleikir á morgun!

HaukarMorgundagurinn, 15. nóvember er stór dagur fyrir handknattleiksdeild Hauka en á morgun leika bæði karla- og kvennalið meistaraflokkanna í Eimskipsbikarnum.

Haukastúlkur taka á móti Stjörnunni að Ásvöllum klukkan 19:30 og þar kemur Hanna Guðrún Stefánsdóttir á gamlar heimaslóðir.

Haukastrákar fara svo í langferð og heimsækja ÍBV og fer þeirra leikur fram klukkan 19:00 í Vestmanneyjum. Það hittum við einnig fyrir fyrrverandi leikmenn Hauka en með liðinu leika Pétur Pálsson og Gísli Jón Þórisson sem eru báðir Haukamönnum vel kunnugir auk þess sem þjálfari Eyjamanna er enginn annar en varnarjaxlinn geðþekki Arnar Pétursson.

Hvort sem þið eruð stödd í Eyjum eða á meginlandinu þá hvetjum við alla Haukamenn til að mæta á völlinn og styðja sitt lið til sigurs!

 

Áfram Haukar!