
Íslandsmeistarar Hauka í handknattleik karla áttu frábæran leik gegn þýska liðinu Grosswallstadt í fyrri viðureign liðanna í EHF-keppninni þegar liðin leiddu saman hesta sína í Þýskalandi í gær. Grosswallstadt tókst að knýja fram tveggja marka sigur á síðustu mínútunum, 26:24, en jafnt var á flestum tölum.
Haukar voru marki yfir í hálfleik, 12:11, og náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var jafn og afar spennandi.
Mörk Hauka: Guðmundur Árni Ólafsson 6/3, Freyr Brynjarsson 6, Heimir Óli Heimisson 5, Björgvin Þór Hólmgeirsson 2, Þórður Rafn Guðmundsson 2, Einar Örn Jónsson 1, Tjörvi Þorgeirsson 1, Stefán Rafn Sigurmundsson 1.
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 8, Aron Rafn Eðvarðsson 6
45 stuðningsmenn Hauka fóru með liðinu og veittu stákunum ómetanlegan stuðning. Þeir létu vel í sér heyra á pöllunum og gáfu á annað þúsund áhorfendum heimamanna ekkert eftir í stuði og stemmingu. Búast má við hörkuleik á Ásvöllum næsta laugardag klukkan 17.00 en frítt er á leikinn í boði Rio Tinto Alcan. Við hvetjum Haukamenn sem og alla unnendur handbolta að taka daginn frá og mæta á Ásvelli og hvetja strákana áfram.