Tvöfalt hjá Stúlknaflokki

Stelpurnar eru Íslands- og bikarmeistarar 2010 - mynd: Karfan.isÞað má með sanni segja að uppskera ársins hjá Stúlknaflokki sé glæsileg í ár en í dag urðu stelpurnar Íslandsmeistarar eftir magnaðan úrslitaleik gegn Snæfelli. Þar höfðu stelpurnar nauman sigur 70-68.

Margrét Rósa Hálfdanardóttir var valin maður leiksins en Margrét átti frábæran leik og daðraði við fernu – ótrúlegt en satt. Hún skoraði 21 stig, tók 15 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og stal 7 boltum. Sannarlega ágætt dagsverk hjá Margréti en þess má geta að hún er í 10. flokki og því að spila upp fyrir sig.

Leikurinn var jafn allan tímann en Snæfell náði reyndar 9 stiga forystu um miðjan 2. leikhluta en Haukar leiddu með mest 7 stigum

Snæfell gerði harða atlögu að Haukum í lokin en Haukastelpur stóðu hana af sér og fögnuðu innilega þegar lokaflautan gall.

Er þetta annar titill liðsins í vetur undir stjórn Davíðs Ásgrímssonar en þær urðu bikarmeistarar í febrúar og eru því tvöfaldir meistarar.

Umfjöllun og myndir úr leiknum á Karfan.is

Til hamingju stelpur