Tvö töp í vikunni

Haukar

Það gekk ekki vel hjá Meistaraflokkunum í handbolta í vikunni en bæði liðin töpuðu leikjum sínum í Olís-deildunum í handbolta í vikunni. Kvennaliðið fór norður yfir heiðar og léku gegn KA/Þór á þriðjudag á meðan karlarnir léku gegn Fram í gær.

Bæði liðin töpuðu með einu marki, stelpurnar töpuðu 25 – 24 fyrir KA/Þór þó að þær hafi verið yfir í hálfleik 14 – 12. Marija var markahæst með 6 mörk og næst henni var Viktoría með 5 mörk. Strákarnir töpuðu 18 – 17 fyrir Fram eftir að jafnt hafi verið í hálfleik 10 – 10 en strákarnir geta sjálfum sér um kennt en Fram skoraði síðustu 4 mörk leiksins. Sigurbergur var markahæstur Haukamanna með 4 mörk en Giedrius átti stórleik í marki Hauka með 20 varin skot.

Bæði lið verða aftur í eldlínunni nú um helgina en stelpurnar mæta Val í Schenkerhöllinni kl. 16:00 á laugardag. Strákarnir verða hinsvegar í eldlínunni í Evrópu þegar þeir spila við SL Benfica í Portúgal kl. 17:00 einnig á laugardag.