Tvíhöfði á Ásvöllum

Í dag spila báðir meistaraflokkar Hauka og verður því sannkallaður tvíhöfði á Ásvöllum í dag.

Kl. 15:00 taka Haukar á móti Hetti í 1. deild karla og tefla Haukar þá fram nýjum leikmanni, George Byrd.

Gengi Hauka í 1. deildinni hefur verið ágætt í vetur en liðið er í 2. sæti fjórum stigum á eftir Hamri sem sitja á toppi deildarinnar.

Kl. 17:00 mætir topplið Hauka í Iceland Express-deild kvenna KR í 8-liða úrslitum Subwaybikarins. Haukastelpur hafa verið óstöðvandi og unnið ellefu leiki í röð í deild og bikar.

Heimasíðan hvetur alla til að leggja leið sína á Ásvelli og styðja sitt lið.

Mynd: George Byrd í Haukabúningemil@haukar.is