Um helgina fór U18 lið Íslands í handknattleik kvenna til Gautaborgar til að taka þátt í undankeppni fyrir Evrópumótið. Tvær Haukastúlkur voru með í för þær Ragnheiður Ragnarsdóttir og Áróra Pálsdóttir. En áður hafði Díana Sigmardóttir dregið sig úr hópnum vegna meiðsla.
Fyrir skömmu bárust svo þær gleðifréttir að Handknattleiksdeild Hauka framlengdi á dögunum samninga sína við Áróru Pálsdóttur sem kom til Hauka um áramótin frá Aftureldingu og Díönu Sigmarsdóttur, sem uppalinn er hjá liði Selfoss.
Þessar stúlkur léku allar með unglingaflokk Hauka sl. vetur, en sá flokkur vann alla titla sem í boði voru. Þar að auki voru þær hluti af meistaraflokk Hauka sem hefur á að skipi ungu og feyki efnilegu liði. Haukar eru að sjálfsögðu stolltir af því að eiga fulltrúa í yngri landsliðum Íslands og var ekki annað að frétta en stelpurnar hafi staðið sig vel.