Tvær frá Haukum í úrtaki hjá KSÍ

HaukarUm næstu helgi fara fram úrtaksæfingar hjá A-landsliði kvenna, U-19 og U-17 ára landsliðum kvenna. Haukar eiga tvo fulltrúa í þeim hópum.

Í U-19 ára landsliðinu er Þórhildur Stefánsdóttir sem gekk til liðs við Hauka frá HK fyrir áramót.

Í U-17 ára landsliðinu er síðan Lára Rut Sigurðardóttir.

Svo er að sjálfsögðu Sara Björk Gunnarsdóttir fyrrum leikmaður Hauka og núverandi leikmaður Breiðabliks í A-landsliði kvenna.

Þær Þórhildur og Lára munu æfa í Kórnum og Egilshöllinni. Einnig munu bæði unglingalandsliðin fara í hlaupatest á laugardagsmorgninum.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis á æfingunum og í framtíðinni.