Búið er að velja leikmannahóp fyrir U-19 ára landslið kvenna í handknattleik sem byrjaði að æfa saman þann 6. maí sl.Í hópnum eru tveir fulltrúar frá Haukum.
Þær Áróra Eir Pálsdóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir. Óskum við þeim innilega til hamingju með valið. Hópurinn mun svo æfa daglega fram að riðlakeppni EM 2013 sem hefst 17.maí í Slóvakíu. Þjálfarar liðsins eru Guðmundur Karlsson og Halldór Harri Kristjánsson sem einnig þjálfar meistaraflokk kvenna hjá Haukum.
Leikir Íslands verða sem hér segir:
Sun. 19.maí.2013 16.00 Michalovce Ísland – Slóvakía
Lau. 18.maí.2013 13.30 Michalovce Ísland – Serbía
Fös. 17.maí.2013 13.30 Michalovce Ísland – Moldavía