Það er glæsileg dagskrá í boði í dag í Schenker-höllinni þegar kvennalið Hauka í körfu- og handbolta spila heimaleiki.
Herlegheitin hefjast kl. 13.30 þegar körfuboltastelpurnar taka á móti Njarðvík í alvöru toppslag í Iceland Express-deild kvenna. Njarðvík er í 2. sæti deildarinnar og Haukar í því þriðja. Þessi lið etja einnig kappi á mánudag í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna og má því segja að leikur dagsins verði forsmekkur þess sem við sjáum á mánudag en þá verður leikið í Njarðvík.
Handboltastelpurnar stíga svo á stóra sviðið kl. 16.00 þegar þær taka á móti toppliði Fram í N1-deild kvenna. Framliðið er á toppi N1-deildarinnar ásamt Val og því fá stelpurnar okkar afar verðugt verkefni í dag þegar Framstúlkur koma í Schenker-höllina.
Allir að koma í Schenker-höllina í dag og hvetja Hauka til sigurs.
Áfram Haukar