Traustur félagi fellur frá

Fallinn er í valinn góður og gegn Haukafélagi, Jóhann Larsen. – Saga fótboltans í Haukum verður ekki svo skrifuð að Jói komi ekki þar við sögu. Hann var leikmaður allra yngri flokka félagsins auk þess að vera burðarás í meistaraflokki og vinsæll þjálfari yngri flokka á árunum 1960 -70. Formaður Knattspyrnudeildar 1967 – 1970. Einn af stofnendum „GAUKA“ – hóps eldri knattspyrnumannna. Jói var ritfær vel og liggur margt eftir hann í skjalasafni félagsins.
Félagið sendir fjölskyldu Jóhanns innilegar samúðarkveðjur.