Trausti Sigurbjörnsson í Hauka – Barros endurnýjar samning

Markvörðurinn Trausti Sigurbjörnsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Hauka. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi á Ásvöllum seinni partinn í dag.

Trausti hefur varið mark Þróttara undanfarin fimm ár en hann var valinn í lið ársins árið 2015 og hjálpaði Þrótti að komast upp um deild.

Hann er 26 ára gamall og er uppalinn hjá ÍA og hefur einnig spilað með liðum eins og Leikni Reykjavík og ÍR.

Haukar eru gríðarlega ánægðir með þennan liðsstyrk og ætla sér stóra hluti næsta sumar

„Við teljum það bera vott um metnað hjá Haukum að fá markvörð eins og Trausta til okkar. Markmiðin eru skýr og erum við að senda ákveðin skilaboð með þessum samning,“ segir Halldór Jón Garðarsson stjórnarmaður og upplýsingafulltrúi hjá Haukum.

Þá eru það gleðitíðindi að Elton Renato Livramento Barros, jafnan kallaður FuFura, endurnýjað samning sinn við Hauka og er um að ræða þriggja ára samning. FuFura stóð sig vel með Haukum á síðasta tímabili en áður hefur hann spilað með Selfossi hér á landi.

Trausti og Ágúst Sindri, formaður knattspyrnudeildar, við undirskriftina í dag.

Trausti og Ágúst Sindri, formaður knattspyrnudeildar, við undirskriftina í dag.

Barros og Trausti.

Barros og Trausti.