Toppslagur í N1 deild kvenna á morgun

Hanna Guðrún og Ramune hafa verið í fanta formi í veturÁ morgun, laugardag, heimsækja Haukastelpur lið Stjörnunnar í Mýrina í Garðabæ. Um sannkallaðan stórleik er að ræða þar sem liðin eru tvö efstu lið N1 deildar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og eins og áður segir fer hann fram í Mýrinni í Garðabæ.

Liðin hafa þrisvar sinnum mæst í vetur, tvisvar í N1 deildinni og einu sinni í deildarbikarnum. Stjarnan hefur tvisvar sinnum farið með sigur af hólmi en Haukar einu sinni. Samtals hafa bæði liðin skorað 80 mörk í leikjunum þremur.

 

Fyrsti leikur liðanna fór fram á Ásvöllum í fyrst umferð laugardaginn 20. september. Leikurinn var skemmtilegur og spennandi allan tímann og endaði með þriggja marka sigri Stjörnunnar 29 – 26.

 

Annar leikur liðanna fór fram í Mýrinni laugardaginn 15. nóvember. Leikurinn var annar leikur liðanna í N1 deildinni. Haukastelpur voru mun betri í leiknum og höfðu gott forskot allan leikinn þó svo munurinn hafi aðeins verið 4 mörk í lokinn, 27 – 23. Haukar náðu með þeim sigri efsta sæti deildarinnar þar sem þær jöfnuðu Stjörnuliðið að stigum en höfðu eins marks forskot í innbyrðis leikjum liðanna.

Þriðji leikurinn var úrslitaleikur deildarbikarsins sem leikinn var milli jóla og nýárs. Haukastelpur virtust lengst af leiknum ætla að sigra og voru mun betri aðilinn í leiknum en klúðruðu honum gjörsamlega í lok leiksins og töpuðu með einu marki.

Það má því búast við hörkuleik á morgun og hvetjum við alla til að mæta á leikinn og styðja sitt lið.