Meistaraflokkur Hauka í körfubolta heldur í dag í Borgarnes og leikur við heimamenn í Skallagrím. Um sannkallaðan toppslag er að ræða en liðin eru jöfn í efsta sæti með 16 stig. Leikurinn hefst kl. 19:15 og er von að sem flestir Haukamenn sjái sér fært að mæta og hvetja strákana.
Haukar, Skallagrímur og KFÍ eru öll jöfn í efsta sæti en Haukar standa best að vígi þar sem að þeir eiga innbyrgðis viðureignina á Skallagrím og KFÍ hefur leikið einum leik meira en bæði Haukar og Skallagrímu.
Landon Quick fyrrum leikmaður Skallagríms er nú kominn í raðir Hauka og er orðinn löglegur með liðinu. Verður fróðlegt að sjá hvernig honum mun ganga gegn sínum fyrrum félögum.