Þróttur – Haukar Frestaður leikur.

Ljósm.: Hafliði Breiðfjörð, Fotbolti.net

Ljósm.: Hafliði Breiðfjörð, Fotbolti.net

Þá er komið að næstsíðasta leik strákana á þessu tímabili. Haukar mæta Þrótti R. á Valbjarnarvelli kl 17:15 á morgun, þriðjudag.
Um er að ræða frestaðan leik úr 20. Umferð við Þrótt R.

Leiknum var frestað vegna verkefna Björgvins Stefánssonar (Haukum) og Viktors Jónssonar (Þrótti) með U21 landsliðinu.
Þessir leikmenn eru einmitt að keppa um markakóngstitilinn.
Björgvin er sem stendur markahæstur í deildinni með 19 mörk en Viktor er í 2. Sæti með 18.

Haukar gerðu 2-2 jafntefli í síðasta leik við BÍ/Bolungarvík og eru í 6. Sæti deildarinnar, en eru búnir að leika einu leik færra en liðin í næstu sætum fyrir ofan.
Með sigri geta strákarnir okkar komist 5. Sæti, en Þróttarar geta með sigri tryggt sæti sitt í Pepsi deild að ári.

Við hvetjum allt Haukafólk til að fjölmenna á Valbjarnavöll og styðja við bakið á strákunum.

Áfram Haukar!