Þrjár Haukastelpur í 8-0 sigri U15 gegn Hong Kong

Þrjár Haukastelpur, allar fæddar árið 2004, voru í byrjunarliði U15 landsliðsins í 8-0 sigri gegn Hong Kong í dag en leikið var í Víetnam.  Stelpurnar sem um ræðir eru Berglind Þrastardóttir, Mikaela Nótt Pétursdóttir og Viktoría Diljá Halldórsdóttir og stóðu þær sig allar mjög vel í leiknum eins og allt liðið í 30 stiga hita.

Um er að ræða fjögurra liða mót og eiga þær eftir að spila gegn Mjanmjar og Víetnam.

Knattspyrnufélagið Haukar er afar stolt af stelpunum og óskar þeim góðs gengis.

Viktoría, Mikaela og Berglind.