Þórey Björk í Hauka.

Þórey Björk Eyþórsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Hauka, en hún kemur frá nágrannafélagi okkar FH.

Þórey Björk er 19 ára gömul og á að baki tíu leiki í efstu deild og 23 í næstefstu deild. Þórey er sóknarmaður, með mikinn hraða og góð í hóp og því frábært að fá hana til liðs við okkur.

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka býður Þóreyju Björk velkomna til Hauka og hlökkum til að sjá hana á vellinum í sumar!

 

Þórey Björk
Ljósmynd: Hulda Margrét