Það var dúndur stuð á Þorrablóti

Það var dúndur stuð á Þorrablóti Hafnarfjarðar sem haldið var á Ásvöllum sl. laugardag. Vörpulegir víkingar tóku á móti veislugestum og Auddi og Steindi sáum svo um veislustjórn og kveiktu svo sannarlega upp í salnum. Íþróttasal sem strákarnir hjá HljóðX voru búnir að breyta í afar glæsilegan veislusal.
Skemmtikraftarnir voru heldur ekki af verri endanum, Björgvin Halldórsson, Ragga Gísla og Guðrún Árný ásamt Stuðlabandinu sáu um að hver mínúta var í leiftrandi stuði. Kóngurinn í Múlakaffi sá um að nægur matur var á borðum fyrir rúmlega 800 matargesti. Veisluborð svignuðu af mat og drykkjarföngum og gleðin og góða skapið var allsráðandi hjá þorrablótsgestum. Það er ástæða til að fagna góðu kvöldi og þegar upp er staðið eftir helgarstuðið er einnig vert að þakka öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem gerðu þetta kvöld ógleymanlegt.
Færum öllum þeim sem komu að þessu skemmtilega þorrablóti bestu þakkir með kærum kveðjum.
Sjáumst svo á Þorrablóti Hafnarfjarðar í febrúar á næsta ári 😊.