Telma : Stöndum alltaf saman

Telma Björk Fjalarsdóttir hefur verið ein af lykilleikmönnum í kvennaliði Hauka í körfubolta undanfarin tvö ár. Telma hefur verið stígvaxandi í leik liðssins í vetur og hefur verið að rífa niður 9,2 fráköst að meðaltali í leik og skora um 6,7 stig að meðatali í leik. 

Telma varð fyrir því óláni að meiðast í bikarleiknum á móti KR og hefur ekkert getað leikið með liðinu eftir þennan leik. Telma er væntanleg til baka á fjalir Ásvalla undir lok Febrúar ef allt gengur eftir.

Við sendum Telmu smá línu og spurðum hana útí meiðslin og önnur skemmtileg mál.

1.  Hvernig er tilfiningin að vera búin að tryggja sér efsta sætið í deildinni? 

Hún er vægast sagt frábær! Eitthvað sem ég gæti vel vanist!

2. Nú er þetta þinn fyrsti stóri titill hvernig var að sitja á bekknum í gær? 

Úfff það var virkilega erfitt, en þeim mun auðveldara af því stelpurnar fóru svo létt með þetta! Er samt ekki til í þetta til lengri tíma, maður vill vera með í hasarnum!

3. Nú meiddistu í bikarleiknum á móti KR í byrjun janúar hvað skeði nákvæmlega? 

Æj – lenti í leiðindar samstuði sem varð til þess að fóturinn beyglaðist til hægri við hné. Ekkert alltof þæginlegt!

 

 

 
4. Hvers konar meiðsli hlaustu?

 

Innra liðband hnésins, sem ber heitið medial collateral ligament einsog einhver vitur maður tjáði mér, slitnaði að hluta.

 

5. Hvernig gengur endurhæfingin og hvenar meiga stuðningsmenn Hauka vænta þess að sjá þig á vellinum? 

Endurhæfingin gengur bara vel, Einar sjúkraþjálfari er að gera góða hluti! Ég er bjartsýn á að vera komin í gírinn fljótlega og ekki seinna en í lok febrúar.

 

6. Nú hefur liðinu gengið frábærlega í vetur hverju myndir þú því þakka?

 

 Vá. hvar á að byrja… Liðið okkar í ár er alveg frábær hópur, við stöndum alltaf saman, erum góðar vinkonur og höfum góð áhrif á hvor aðra með hvatningu og jákvæðni sem er sennilega það allra mikilvægasta að mínu mati. Svo erum við með alveg svakalegt þjálfarateymi, Yngvi er laangbesti þjálfarinn í deildinni og Henning hefur alveg ótrúlega góð áhrif á okkur, enda veit hvað hann syngur. Svo er hugsað vel um okkur, stjórnin og þeir sem standa að okkur vinna endalaust óeigingjarnt verk og eiga hrós skilið!  

 
7. Hvernig undirbýrð þú þig fyrir leiki?

Ég verð að hvílast vel, sofa amk 9 tíma og passa að nærast vel til að orkan bregðist ekki, svo setur maður sér raunhæf markmið og undirbýr sig andlega með því að hugsa um leikinn allan liðlangan daginn 🙂

 

8. Ertu hjátrúafull?  

 

Nei enganvegin, finnst hjátrú vera algjört crap. Trúi samt á röð tilviljana.

9. Hvernig lýst þér á nýja fyrirkomulagið í deildinni að skipta henni svona upp og spila svo 6 liða úrslitakeppni?

 

Ég er eiginlega ennþá að meta það… þetta er öðruvísi. Finnst þetta jákvætt og meira spennandi, en mér finnst alveg hrikalega óþæginlegt að geta ekki vitað leikjaniðurröðun  út allt tímabilið fyrirfram. 

 

 

10. Nú hefur sú saga verið loðin í kring um þig að þú sért eina stelpan sem getur troðið er eithvað til í því?

  

Ég er að vinna í alveg svakalegri troðslu með karateívafi af bestu gerð! Mæli með því að fólk bíði spennt!

 

11. Eithvað að lokum?


Komið endilega að hvetja okkur í úrslitakeppninni !! Stuðningurinn skiptir öllu máli !! ÁFRAM HAUKAR!

IMG_1609 by dalli58.