Samkvæmt heimildum Vísi.is mun Halldór Ingólfsson þjálfari Gróttu og fyrrverandi leikmaður Hauka til margra ára taka við Haukaliðinu í sumar.
Núverandi þjálfari liðsins, Aron Kristjánsson hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið Hannover-Burgdorf og mun taka við þeim í sumar og er því verið að leita af nýjum þjálfara fyrir liðið.
Hægt er að lesa fréttina af Vísi.is með því að ýta á Lesa Meira.
,,Halldór Ingólfsson, þjálfari Gróttu, verður næsti þjálfari Hauka samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar. Samkvæmt sömu heimildum verður leikmönnum Gróttu tilkynnt þetta í kvöld.
Halldór vann sex Íslandsmeistaratitla með Haukum sem leikmaður og var fyrirliði liðsins í mörg ár.
Hann mun taka við af Aroni Kristjánssyni sem tekur við þýska liðinu Hannover Burgdorf næsta sumar.“ – tekið af Vísi.is
Frekar upplýsingar um málið verður birt hér á síðunni.