Tap gegn Tindastól

HaukarÍ gærkvöldi mættust Haukar og Tindastóll á Sauðárkróki í 10.umferð 1.deildar karla. Spilað var í logni en grenjandi rigningu lengi vel. Haukar voru í 2.sæti deildarinnar fyrir leikinn en Tindastóll í 10.sæti.

Stólarnir komust yfir í byrjun leiks en Hilmar Geir Eiðsson jafnaði metin fyrir Hauka fimm mínútum fyrir hálfleik. Það var síðan gegn gangi leiksins sem Tindastólsmenn skoruðu glæsimark á 76.mínútu. Það reyndist sigurmarkið í leiknum. Annað tap Hauka í deildinni staðreynd. Næsti leikur Hauka er gegn botnliði Völsungs á heimavelli, 16.júlí klukkan 19:15.

Heimamenn komust yfir á 10. mínútu leiksins með skalla eftir aukaspyrnu utan af velli. Auðvelt mark heimamanna sem Haukarnir hefðu hæglega getað komið auðveldlega í veg fyrir. Fyrri hálfleikurinn var í miklu jafnvægi og undir lok fyrri hálfleiks jöfnuðu Haukar loks leikinn. Hilmar Geir Eiðsson komst þá í gegnum miðjavörn Tindastóls, létt vaða á markið og frábær markvörður Tindastóls, réði ekki við skotið og boltinn hafnaði í netinu.

Staðan 1-1 í hálfleik, nokkuð sanngjörn staða en Stólarnir byrjuðu leikinn betur en Haukarnir unnu sig síðan hægt og bítandi inn í leikinn.

Í seinni hálfleik voru Haukarnir hinsvegar töluvert sterkari aðilinn og virtist sem Tindastólsmenn væru búnir að sætta sig við jafntefli í leiknum og fjölguðu mönnum í vörninni. Fyrirliði heimamanna, Edward Furness í markinu hélt þeim inn í leiknum. Á meðan maður nýtir ekki færin sín og staðan er enn jöfn getur allt gerst og það sýndi sig á Sauðárkróksvelli í gærkvöldi því á 76.mínútu skoraði Elvar Páll Sigurðsson sigurmark leiksins, með skoti fyrir utan teig, sláin, lína, sláin inn! 

Stuttu áður hafði Ásgeir Ingólfsson látið Furness verja frá sér í dauðafæri. Haukarnir reyndu hvað þeir gátu eftir að Stólarnir komust yfir en inn vildi boltinn ekki. Hilmar Rafn Emilsson fékk besta tækifæri Hauka til að jafna í uppbótartíma, boltinn datt fyrir fætur hans inn í teig heimamanna, en enn og aftur varði Furness.

Lokatölur, 2-1 tap gegn Tindastól. Gríðarleg vonbrigði. Næsti leikur Hauka er á heimavelli gegn botnliði Völsungs, þriðjudaginn 16.júlí klukkan 19:15. Sjáumst á vellinum – ÁFRAM HAUKAR!