Tap gegn Selfossi

Það var ágætis veður í Hafnarfirðinum í kvöld þegar Selfyssingar heimsóttu Hauka.

Byjunarlið Hauka í leiknum var þannig skipað:

Atli

Pétur (Jónas 70’) – Philip – Tóti – Davíð

Ásgeir – Gummi – Hilmar T. – Hilmar Geir (Edilon 79’)

Denis – Ómar Karl

Ónotaðir varamenn:

Amir, Garðar, Danny

Lítið gerðist fyrstu mínúturnar en úr fyrsta færi leiksins kom mark. Það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta markið. Uppúr litlu skaut Henning Eyþór Jónasson að marki Hauka rétt fyrir utan teig, skot hans hnitmiðað í hornið. Staðan orðin 1-0 eftir 16. mínútna leik.

Stuttu síðar átti Henning annan skallan að marki Hauka eftir sendingu frá fyrirliða Selfoss, Jón Steindóri Sveinssyni, en skalli Hennings var varinn.

Á 22.mínútu kom fyrsta færi Hauka, Hilmar Geir átti fyrirgjöf á Denis sem átti skot að marki Selfoss, en Elías Örn Einarsson í marki Selfoss varði vel með fótunum. Eftir þetta sóttu heimamenn mun meira og á 30. mínútu átti Gummi skot í stöng. En rétt áður átti Denis skot fyrir utan teig sem fór rétt framhjá.

Áfram héldu Haukamenn að sækja, á 33.mínútu björguðu Selfyssingar á línu. Og fengu Haukamenn horn, og úr horninu varði Elías á línu.

Síðasta færi fyrri hálfleiks áttu heimamenn, Denis átti þá skalla eftir sendingu frá Hilmari Geir, en Elías varði glæsilega í horn.

Í seinni hálfleik var mun minna um opin færi, fyrsta færi seinni hálfleiksins áttu Selfyssingar. Eftir 20. mínútna leik í seinni hálfleik átti Henning skalla en Atli varði nokkuð örugglega.

Heimamenn jöfnuðu síðan á 80.mínútu. Brotið var á Hilmari Trausta rétt fyrir utan teiginn fyrir miðju, hann tók spyrnuna sjálfa og skoraði úr henni. Staðan orðin jöfn 1-1.

Selfyssingar voru ekki lengi að komast yfir aftur. Eftir góða sendingu frá Viðari Erni Kjartanssyni, slapp Sævar Þór einn inn fyrir vörn Hauka og kláraði færið af sinni einkunni snilld.

Á 85.mínútu fékk Denis Curic frábært tækifæri til að jafna leikinn, eftir langa sendingu fyrir frá varamanninum Ediloni , fékk Ásgeir Þór boltann inn í teig sendi út í teig á Denis sem var einn og óvaldaður en skot hans rétt framhjá.

Í uppbótartíma kláruðu Selfyssingar síðan leikinn, Viðar Örn átti þá aftur sendingu inn fyrir vörn Hauka á Sævar Þór sem skoraði að öryggi. 3-1 og um 2 mínútur eftir.

Áður en Hans Kristján Scheving dómari leiksins flautaði leikinn af, áttu Haukar gott færi, en Hilmar Trausti átti þá skot í samskeytin og beint í fangið á Elíasi sem hélt Selfyssingum á floti í leiknum.

Lokastaðan í leiknum 1-3 Selfyssingum í vil. Lánleysi Hauka við mark Selfoss var algjört og voru leikmenn Selfyssinga himinlifandi eftir leikinn en þeir voru aftur á móti allir sammála um að sigurinn hafi ekki sanngjarn miðað við gang leiksins. Miðað við færin í leiknum var sigur Selfyssinga nokkuð gegn gangi leiksins, en það eru ekki færin sem sigra leikinn, heldur mörkin.

Næsti leikur Hauka er á móti Njarðvík á morgun þriðjudag kl. 20:00 og hvetjum við fólk til þess að koma og styðja strákanna því þeir þurfa á sigri að halda í þeim leik.