Í gær spiluðu stelpurnar við Keflavík í 5. umferð Iceland Express deildarinnar. Keflavíkurstúlkur voru ósigraðar fyrir leikinn og var því von á erfiðum leik.
Leikurinn byrjaði mjög hægt og komu fyrstu stigin ekki á töfluna fyrr en tæpar 3 mínútur voru liðnar af leiknum. Keflavík skoraði fyrstu 9 stig leiksins og náðu stelpurnar ekki að skora fyrr en á 6. mínútu. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-8 fyrir Keflavík.
Annar leikhluti var nokkuð jafn en Keflavík jók þó aðeins forystuna og var 17 stiga munur þegar flautað var til hálfleiks. Hittnin hjá stelpunum var skelfileg en þær voru aðeins með um 20% nýtingu í 2ja stiga skotum og ekkert af þeim 9 3ja stiga skotum sem stelpurnar tóku fór ofan í.
Keflavík hélt áfram að auka forystuna í seinni hálfleik og á endanum sigruðu Kelfvíkingar með 30 stiga mun 79-49. Þetta var óþarflega stórt tap og býr miklu meira í þessum stelpum en þær sýndu. Von er á útlenskum leikmanni á morgun og á hún vafalaust eftir að styrkja liðið.
Stigaskor
Íris Sverrisdóttir 11, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8, Auður Íris Ólafsdóttir 6