Tap gegn HK

Meistaraflokkur karla fór í heimsókn í Kópavoginn í kvöld. Leikurinn var í járnum allan tímann og var munurinn aldrei meira en þrjú mörk.

Haukastrákarnir byrjuðu leikinn betur. Frekar fá mörk voru skoruð í upphafi en um miðjan síðari hálfleik var staðan 8-5 Haukum í vil.  HK menn jöfnuðu og komust yfir 9-8. Staðan í hálfleik var 11-11.

Í síðari hálfleik hélt sama spenna áfram allan tímann. Haukastrákarnir leiddu þar til í stöðunni 18-18 en þá komust HK menn yfir 19-18, leiddu til loka leiks og sigruðu að lokum  25-23. 

Haukamenn virtust engan veginn ráða við sterka vörn HK manna í leiknum en HK menn voru virkilega sterkir fyrir miðju 6-0 varnar sinnar. Besti maður Haukamanna var Birkir Ívar sem varði 22 skot í markinu. Markahæstur í liði Hauka var Sigurbergur með 8 mörk.