Haukar og Fjölnir mættust í 32-liða úrslitum Visa-bikars karla. Hér fyrir neðan er farið yfir það helsta sem gerðist í leiknum var heldur lítið og þá sérstaklega Haukamegin.
Til að afla sér upplýsinga um hvað var að gerast í leiknum sem hófst klukkan 19:15 og endaði með 2-0 útisigri Fjölnis getur þú lesandi góður ýtt á lesa meira.
21:10: Leikurinn er búinn, Fjölnir fór með sigur af hólmi, 2-0.
20:56: MARK! Fjölnir 2-0! Guðmundur aftur með mark.
20:52: Haukar vildu fá víti eftir að brotið hafi verið á Hilmari Geir Eiðssyni inn í teig!!!
20:47: Pétur Georg Markan fer útaf fyrir Bjarna Gunnarsson. Það er ekkert að gerast eins og fyrri mínútur…
20:37: Kristján Óli kemur inn á fyrir Jónmund Grétarsson. Fjölnismenn fengu ágætisfæri en hittu boltann ekki í tvígang.
20:30: Það er nákvæmlega ekkert að gerast í leiknum.
20:20: Afsakið, Haukar gerðu eina breytingu, Stefán Daníel Jónsson kom inn á fyrir Grétar Atla Grétarsson.
20:17: Leikmenn eru að gera sig tilbúna og leikurinn er að hefjast. Engin breyting á liðunum.
20:05: Það er kominn hálfleikur hér, 1-0 fyrir Fjölnismenn.
20:03: Styttist í hálfleik hér á Ásvöllum, leikurinn er ennþá í rólegri kantinum, en það er eitthvað sem segir manni að það muni koma fleiri mörk í þessum leik.
19:50: Lítið að gerast, nema það að Guðmundur Viðar Mete var að fá að líta fyrsta gula spjaldið í leiknum í dag.
19:45: Haukar hafa aðeins lifnað við sér eftir mark Fjölnis, en í þessum töluorðum átti Viðar Guðjónsson hörkuskot rétt framhjá fyrir utan teig.
19:35: MARK! Fjölnismenn komnir yfir, Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði laglegt mark eftir fyrirgjöf frá Kristni Frey Sigurðssyni.
19:30: Leikurinn byrjar rólega, en Fjölnismenn fengu ágætisfæri en missnotuðu það. Þar var að verki varnarmaðurinn Stanislav Vidakovic
19:20: Leikurinn er hafinn, og eru bæði lið að þreyfa fyrir sér.
19.15: Verið er að kynna inn liðin og leikurinn fer að hefjast… Það eru fjórar breytingar á liði Hauka frá síðasta leik.
18:50: Byrjunarlið Hauka: Daði Lárusson (M)(F), Kristján Ómar Björnsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Úlfar Hrafn Pálsson, Jónas Bjarnason, Hilmar Geir Eiðsson, Jónmundur Grétarsson, Daníel Einarsson, Guðmundur Viðar Mete, Pétur Ásbjörn Sæmundsson, Grétar Atli Grétarsson.
Varamenn Hauka: Amir Mehica, Pétur Örn Gíslason, Gunnar Ormslev Ásgeirsson, Ísak Örn Einarsson, Kristján Óli Sigurðsson, Stefán Daníel Jónsson, Þórhallur Dan Jóhannsson.
Byrjunarlið Fjölnis: Hrafn Davíðsson (M), Gunnar Valur Gunnarsson (F), Pétur Georg Markan, Viðar Guðjónsson, Kristinn Freyr Sigurðsson, Einar Markús Einarsson, Aron Jóhannsson, Stanislav Vidakovic, Illugi Þór Gunnarsson, Ottó Marinó Ingason, Guðmundur Karl Guðmundsson.
Varamenn Fjölnis: Geir Kristinsson, Bjarni Gunnarsson, Páll Dagbjartsson, Atli Már Þorbergsson, Viðar Ari Jónsson, Aron Sigurðsson, Bergsveinn Ólafsson.