Tap í síðasta leik deildarinnar gegn Akureyri

Haukar Haukar og Akureyri mættust í lokaumferð N1-deildar karla í handknattleik í kvöld að Ásvöllum. Haukar voru þegar búnir að tryggja sér Deildarmeistaratitlinn fyrir nokkrum umferðum en Akureyri voru í harðri baráttu um að tryggja sér sæti í 4-liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir þurftu nauðsynlega á sigri að halda þ.e.a.s ef FH myndi sigra HK á útivelli.

Haukar byrjuðu þó mun betur og komust fljótlega í 6-2, en Aron Kristjánsson þjálfari Hauka hvíldi gömlu kallana í liðinu þá Birki Ívar, Gunnar Berg, Einar Örn og Frey Brynjarsson. Það kom ekki að sök því ungu strákarnir í liði Hauka höfðu þvílíka yfirburði og komust til að mynda í 14-6 og það virtst ekkert geta stöðvað Hauka, bæði í vörn og sókn.

 

 

En allt gott tekur enda og þegar leið á leikinn gerðu Haukar þó fleiri mistök í sókninni og Akureyringar nýttu sér það en þó ekki til fulls. Staðan í hálfleik 16-10 Haukum í vil.

Akureyringar virtust vera vaknaðir í byrjun seinni hálfleik og minnkuðu þeir muninn í þrjú mörk 18-15 strax eftir fjórar mínútur í fyrri hálfleiknum. Það tók Akureyringa einungis fjórar mínútur í viðbót til að jafna leikinn, 20-20 en þá tók Aron Kristjánsson þjálfari Hauka leikhlé. Það gekk ekki betur svo en Akureyri komst yfir í næstu sókn 21-20.

Leikurinn hélst jafn næstu mínútur en svo bættu Akureyringar í og skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 25-24 Haukum í vil í 25-28. Gestirnir héldu því forkosti og náðu fjögurra marka forskoti þegar fimm mínútur voru eftir að leiknum, 32-28. Bæði lið bættu síðan við tveimur mörkum og lokatölur að Ásvöllum 34-30.

Markahæstur hjá Haukum var Þórður Rafn með sjö mörk, Stefán Rafn gerði fimm, Gísli Jón, Heimir og Pétur Pálsson skoruðu fjögur. Guðmundur Árni og Björgvin gerðu síðan þrjú mörk hvor.

Aron Rafn varði 12 bolta og Stefán Huldar 10.