Tap í lokaleiknum

HaukarMeistaraflokkur karla tapaði síðasta leik sumarsins þegar þeir fengu Stjörnumenn í heimsókn á laugardag.

Haukar sem sigldu um miðja deild höfðu að fáu að keppa, sætið í deildinni löngu tryggt og draumarnir að vinna sér sæti í Landsbankadeildinni að ári fjarlægir.

Það voru hinsvegar Stjörnumenn sem höfðu að mikla að keppa en með sigri myndu þeir vinna sér inn réttinn til að leika með þeim bestu að ári.

Enduðu leikar þannig að Stjarnan vann með fimm mörkum gegn einu. Mark Hauka skoraði Úlfar Pálsson á 77 mínútu.

Þar með er fótboltasumrinu hjá mfl. karla lokið en liðið endaði í 6. sæti með 28 stig.