Tap í fyrsta leik í Lengjubikar

HaukarMeistaraflokkur karla í knattspyrnu lék í dag sinn fyrsta leik í Lengjubikarkeppni KSÍ í dag þegar þeir mættu Breiðabliki í Fífunni. Lokatölur urðu 1-0 Blikum í vil í nokkuð jöfnum leik þar sem Blikarnir voru meira með boltann en okkar drengir vörðust vel og beittu hröðum sóknum. Mark Blika kom í seinni hálfleik upp úr einu af örfáu færum þeirra í leiknum en Hilmar Trausti Arnarson, fyrirliði Hauka brenndi af víti í stöðunni 0-0 í fyrri hálfleik.

 

Hafliði Breiðfjörð ritstjóri og fréttaritari hinnar frábæru íþróttasíðu fotbolti.net var á leiknum og má sjá umfjöllun hans um leikinn með því að smella á hlekkinn hér að neðan:

 

http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=121760

Einnig tók Hafliði viðal við Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfara Hauka eftir leik og má sjá það með því að smella á hlekkinn hér að neðan:

http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=121761