Tap í fyrsta leik

Árni Steinn SteinþórssonMeistaraflokkur karla lék í gær sinn fyrsta leik í Olís deildinni í handbolta er leikið var gegn Valsmönnum undir stjórn Ólafs Stefánssonar.

Valsmenn hófu leikinn betur og komust í 7-3 en þá tóku okkar strákar við sér og jöfnuðu í 7-7 og svo yfir 9-8 en staðan í leikhléi var svo 10-10. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu fyrstu tvö mörkin og komust í 12-10 en Valsmenn náðu að jafna og var leikurinn í járnum mest allan hálfleikinn. Í stöðunni 21-20 fyrir Haukum skellti Hlynur Morthens í lás í markinu og Valsmenn skoruðu næstu 7 mörk og unnu leikinn að lokum 27-22.

Markahæstur Hauka í leiknum var Árni Steinn með 6 mörk og næstu var Einar Pétur með 5 mörk. Í markinu varði Giedrius vel í fyrri hálfleik en dalaði aðeins í seinni og endaði með 14 skot varin og Einar Ólafur náði að verja 1 skot á þeim stutta tíma sem hann var inn á í seinni hálfleik. 

Hér má sjá viðtal við Patrek þjálfara eftir leikinn í gær.

Heilt yfir var þessi leikur ekki nógu góður hjá okkar strákum sem gerðu mikið af tæknifeilum og klikkuðu nokkrum dauðafærum en þetta er bara fyrsti leikur og langt mót framundan og vonandi að strákarnir æfi vel fram að næsta leik og mæti dýrvitlausir í þann leik. Næsti leikur strákanna er gegn nýliðum ÍBV í Eyjum laugardaginn 28. september kl. 15.30.

Tap í fyrsta leik

Haukastelpur töpuðu fyrsta leik sínum gegn KR í gærkvöldi 78-47 vestur í bæ. Slök byrjun felldi stelpurnar en KR vann fyrsta leikhluta 24-4. Haukar náðu að minnka muninn í sex stig í lok þriðja leikhluta en komust ekki nær að sinni.

Heather Ezell var með 15 stig en henni var vandlega gætt af varnarmönnum KR-inga.

Næsti leikur stelpnanna er á miðvikudag á Ásvöllum.

Viðtal við Henning á Vísir.is

Umfjöllun um leikinn á Vísir.is

Viðtal við Heather á mbl.is

Umfjöllun um leikinn á Karfan.is

Myndasafn úr leiknum á Karfan.is

Myndasafn úr leiknum á Sport.is