Tap í einvíginu um Íslandsmeistaratitlinn

HaukarHaukastúlkur töpuðu á laugardaginn sl. gegn Njarðvík 62-76 í því sem varð síðasti leikur liðanna í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Leikurinn var sá fjórði í einvígi liðanna en þrjá sigra þurfti til að verða meistari,  með sigrinum á laugardag varð þriðji sigur Njarðvíkur stúlkna staðreynd og þær grænklæddu því orðnar Íslandsmeistarar eftir að hafa sigrað einvígið 3-1. Okkar stúlkur verða að láta sér annað sætið linda en geta borið höfuðuð hátt eftir frábært tímabil og frábæran árangur.  Að sjálfsögðu óskum við Haukar einnig Njarðvíkingum til hamingju með Íslandsmeistaratitlinn.