Haukar léku við Þór Þ. í 1. deild karla í gærkvöldi. Ekki var þetta frægðarför en lið Hauka tapaði 76-67.
Á meðan unnu Hamarsmenn sinn leik gegn Ármanni og sitja þægilega á toppi 1. deildarinnar en Haukar eru þrátt fyrir tapið enn í 2. sæti.
Stigahæstur hjá Haukum var George Byrd með 18 stig og 16 fráköst en næstur honum kom Óskar Magnússon með 12 stig.
Steinar Aronsson var að leika sinn fyrsta leik fyrir Hauka á tímabilinu en hann skipti yfir í Hauka um áramótin frá FSu. Steinar er uppalinn Haukamaður og á hann einn meistaraflokksleik að baki en það var gegn Hamri tímabilið 2006-07. Steinar er ungur að árum en hann er 18 ára sem þýðir að hann er enn í Drengjaflokki. Hann lék 25 mínútur í leiknum og skoraði 6 stig.
Nú kemur smá hlé hjá Haukum vegna undanúrslita í bikarnum en næsti leikur Hauka er gegn Hrunamönnum á Ásvöllum föstudaginn 30. janúar.
Mynd: George Byrd skoraði manna mest fyrir Hauka gegn Þór – arnarm@haukar.is