Eftir góðan sigur á FH fyrir stuttu var okkar stelpum í meistaraflokki kvenna í handbolta kippt snögglega niður á jörðina þegar þær heimsóttu Gróttu á Seltjarnarnes og biðu þar lægri hlut 19-24. Leikurinn var báðum liðum mjög mikilvægur í baráttunni um 6. sæti deildarinnar sem er jafnframt síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn. Með sigri hefðu Haukar komið sér í afar þægilega stöðu í baráttunni en tapið þíðir að Grótta er einungis stigi á eftir okkur í 7. sætinu. Norðanstúlkur í KA/Þór eru svo í 8. sætinu einungis tveimur stigum á eftir og þær eiga leik til góða.
Framundan er því mikil barátta en næsti leikur stelpnanna er svo sannarlega verðugt verkefni þegar þær mætal iði Fram í Schenckerhöllinni á laugardaginn nk. kl.16:00.